Kynningarefnið fyrir Listasafn Einars Jónssonar var unnið út frá litum á veggjum safnsins. Einar valdi sterka liti utan um hvítar gifsstytturnar. Blár litur er í fyrsta sal þegar komið er inn í safnið og aðalliturinn í bæklingnum blár. Nafnspjöldin eru í fjórum litum sem einnig eru litir veggja í sölum listasafnsins. Línuteikningin af húsinu er eftir Ívar Valgarðsson myndlistamann. Halldór Baldursson teiknaði mynd á baksíðu bæklingsins sem sýnir hvar safnið er í samhengi við næsta nágrenni.
Safnabúð var hönnuð inní litla forstofurýmið þegar komið er inn um aðalinngang safnsins. Ég skissaði upp safnaskápinn og tók mið af svörtu stöplunum í safninu. Síðan fengum við þau Dagný Elsu Einarsdóttir og Magnús Ólafsson, húsgagnasmíðameistara hjá Demo handverk til að smíða skápinn.
Comments