+354-868 5544 bjorg@bjorgvilhjalms.is

CityBike er vinnuheiti á verkefni sem ég hef unnið fyrir Ásgeir Matthíasson. Ásgeir er verkfræðingur og með meistaragráðu í hönnun. Hann á við bakmeiðsli að stríða og á erfitt með að hjóla á venjulegu hjóli. Ásgeir aðhyllist vistvænan lífsstíl og fjölbreytta samgöngumöguleika. Hann hannar rafhjól með stuðningi við bakið. Afstöðu stýris og sætis er hægt er að breyta með tölvustýringu á meðan hjólað er. Þegar ég var fengin til að hanna útlit á hjólið vildi ég sýna einfaldleika, hvort tveggja í formi og litum. CityBike er ekki með keðju og rafbúnaðurinn tengist inn í stellið á miðju hjólinu. Sérstaðan við þetta hjól, fyrir utan stuðninginn við bakið, er að hægt er að breyta um líkamsstellingar á meðan hjólað er og einnig má skipta yfir í rafdrif eftir þörfum á ferðalaginu.

https://cordis.europa.eu/result/rcn/223815_en.html