+354-868 5544 bjorg@bjorgvilhjalms.is

Listasafn Einars Jónssonar

Kynningarefnið fyrir Listasafn Einars Jónssonar var unnið út frá litum á veggjum safnsins. Einar valdi sterka liti utan um hvítar gifsstytturnar. Blár litur er í fyrsta sal þegar komið er inn í safnið og aðalliturinn í bæklingnum blár. Nafnspjöldin eru í fjórum litum sem allir eru litir veggja í sölum listasafnsins. Línuteikningin af húsinu er eftir Ívar Valgarðsson myndlistamann. Halldór Baldursson teiknaði mynd á baksíðu bæklingsins sem sýnir hvar safnið er í samhengi við næsta nágrenni.

.