+354-868 5544 bjorg@bjorgvilhjalms.is

Kynlíf – já takk

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir skrifar fróðlega og upplýsandi bók um kynlíf. Heiðarleg, á mannamáli, laus við tepru og passlega sexí. Framhlið bókarinnar er þakin litskrúðugu flúri og jurtum. Á stöku stað strjúkast formin í bakgrunni fram fyrir letrið, sem er samsett úr mjúkum línum og einstaka stafir leita yfir til annarra. Inni í bókinni eru svarthvítar línuteikningar úr jurtaríkinu.