+354-868 5544 bjorg@bjorgvilhjalms.is

Heimanfylgja

Heimanfylgja er skáldsaga um uppvöxt skáldsins Hallgríms Péturssonar, byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Steinunn Jóhannesdóttir hefur rannsakað líf og skáldskap Hallgríms um árabil og er Heimanfylgja önnur skáldsaga hennar. Mynstrið sem umlykur fyrirsögnina á bókarkápunni er unnið upp úr Guðbrandsbiblíu. Neðst á síðunni er prófíll af andliti sem gæti verið Hallgrímur, ungur drengur liggjandi í grasinu á Hólum horfandi til himins. Á baksíðunni er línuteikning af landslagi frá Hólum í Hjaltadal þar sem Hallgrímur ólst upp. Bókarkápan er í litum jarðarinnar og saurblöðin himinn og haf.