BJÖRG Hönnunarstofa er fyrirtæki sem vinnur að skemmtilegum hönnunarverkefnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og samtök af öllum stærðargráðum.
- Verkefnastjórnun
- Ráðgjöf og hugmyndavinna
- Grafísk hönnun
- Merkjahönnun (lógó)
- Teikningar
- Bóka- og tímaritahönnun
- Ljósmyndun og myndvinnsla
- Ímynd (branding) og textavinna
Björg á að baki 20 ára hönnunar feril og hefur víðtæka reynslu af öllum sviðum grafískrar hönnunar. Hún bætti við menntun sína og lauk meistaranámi í hönnun frá Listaháskóla Íslands 2014, en grunnmenntun hennar í listum er úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Björg býr í miðborginni. Hún hefur gaman af útivist og gengur aðalega strandlínur þessa dagana. Hún er í Söngfjelaginu, hugrökkum kór sem syngur blaðlaust. Börnin hennar eru uppkomin og vinna markvisst í að láta drauma sína rætast. Í tómstundum fer hún á skíði, gengur á fjöll og hjólar, dólar í sundi og rótar í mold. Hún hlustar á allskonar tónlist en þessa dagana er það helst Leonard Cohen, Ragnheiður Gröndal og Hjaltalín. Björg verslar við kaupmanninn á horninu, í hönnunarbúðum og „second hand“ verslunum. Hún fer með vinkonum á sýningar um helgar og hefur unun af því að borða úti.